☀️
Sólarhilling
Desolation
Leikverk / Theater
Premiered in IUA in March 2022.
Gradution piece from IUA (Iceland Univeristy of the Arts), LHÍ
Role: Director & Author
UM VERKIÐ
Í Sólarhillingu er tekist á við fyrirbærið um mannlega tengingu í víðu samhengi og hegðunarmynstur manneskjunnar á tímum stafrænnar síteningar skoðað. Leikhópurinn samanstendur af einsaklingum úr ólíkum áttum en hann skipa tveir leikarar, einn sviðshöfundur, einn dansari og einn sálfræðingur. Hópurinn rannsakar þrá mann- eskjunnar eftir tengingu, hvort sem það er við sjálfa sig, aðra, náttúruna eða hið andlega. Hinu stafræna er mætt með vopnum þess ljóðræna og lífræna; hraði er ávarpaður með hægagangi og tekist er á við tengslarof nútímans með trú, von og kærleika fyrir brjósti. Niðurstaðan er einstök upplifunarsýning sem hreyfir við áhorfendum og staðsetur sig á mörkum sviðs-, mynd- og danslistar.
Hvernig brjótumst við úr stafrænunni og framköllum tæra mannlega teningu? Leynist vonarglæta í æ aftengdari heimi?
Í eyðimörkinni firrist veruleikinn og við tekur allsherjar blekkingar- leikur. Öllu lífi hefur verið útrýmt og við blasir auðnin ein. Ekkert er alvöru – allt er í hillingum, meira að segja sólin. Sýndarverulegar persónur verksins fóta sig í auðninni með taktfastri og formúleraðri rútínu sem skipast af stafrænni sólarklukku. Samtölin eru prógrameruð og innihaldslaus, hreyfingarnar eru fyrirskipaðar og vélrænar. Tekst þeim að brjótast út úr hnitakerfinu og glæða lífið tilgangi á ný?
Leikstjóri / Director: Bjartur Örn Bachmann
Höfundur / Author: Bjartur & hópurinn
Aðstoðarleikstjóri / Assistant Ditector: Álfrún Laufeyjardóttir
Hönnun: Bjartur Örn Bachmann
Leikarar og samsköpun:
Mímir Bjarki Pálmason, Berglind Alda Pétursdóttir, Arna Eir Eydal, Egill Andrason & Jóhanna Steina Matthíasdóttir
Umsagnir:
„Aftur og aftur skapar höfundur sterkar myndrænar upplifanir, fallegar stemmingar þar sem verkið fer verulega á flug. Allir leikarar standa sig mjög vel. Tónlistarval úthugsað og áhrifamikið. Eftirminnileg sýning.“
- Stefán Baldursson
„Fagurfræðilega skýrt og stílhreint. Umgjörð er vel unnin og útfærð, hljóðmyndin er sterk og einföld leikmynd þjónaði heiminum í nýtingu og lausnum. Leikgleði performera fékk að njóta sín í stílfærðri framkomu.“
- Gréta Kristín Ómarsdóttir
SVIÐSMYNDIR / ON STAGE PHOTOGRAPHS
ýtið á myndir til að stækka þær / click images to enlarge them